Skilmalar

Greiðslufyrirkomulag

Tekið er á móti greiðslum með kreditkortum í gegnum öruggt greiðslusvæði þar sem kortanúmer eru dulkóðuð. Tekið skal fram að Gadget.is geymir ekki né tekur á móti kortanúmerum, allar slíkar upplýsingar fara í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Einnig er hægt borga með því að millifæra í gegnum banka/heimabanka. Ef viðskiptavinur vel að greiða með millifærslu er mikilvægt að senda kvittun um greiðslu í tölvupósti info@gadget.is. Ef við fáum ekki kvittun í tölvupósti getur afreiðslutími lengst.

Afgreiðsla á vörum

Eftir að viðskiptavinur hefur gert og gengið frá pöntun á gadget.is fær hann og gadget.is staðfestingu um pöntunina á tölvupósti. Venjulegur afhendingarferill er 2-3 virkur dagar nema að annað sé tekið fram við lýsingu á vöru.  Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti. Ef vara kemst inn um lúgu er hún send sem óskráð bréf annars sem pakki. Pósturinn ber pakka í hús á milli klukkan 17-22 á kvöldin. Ef enginn er heima, sendir pósturinn tilkynningu um að varan sé á næsta pósthúsi. Það er mikilvægt að heimilsfang sé rétt skráð og sá sem aðili sem er skráður á heimilisfang sé einnig merktur á lúgu/póstkassa. Ef svo er ekki, ber Gadget.is ekki ábyrgð ef pantanir komast ekki til skila.

Vöruskil

Almennur skilafrestur á vörum eru 14 dagar og er hægt að skila vörum gegn framvísun reiknings/pöntun. Almennur skilafrestur miðast við að varan sé óopnuð og í upprunalegum umbúðum. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á því að koma vörunni til okkar á sinn kostnað. Endurgreiðsla á vörum sem uppfylla skilyrðin hér að framan getur tekið 2-3 virka daga.  Útsöluvörum er ekki hægt að skila. Ef um gallaða vöru er að ræða þurfum við að fá gölluðu vöruna í hendur svo hægt sé að afhenda nýja vöru. Við áskiljum okkur rétt að skipta gölluðum vörum út með nýrri.

Ábyrgð

Gadget.is veitir 2 ára ábyrgð til einstaklinga og 1 árs ábyrgð til fyrirtækja.

Almennt um netverslunina

Öll verð í netversluninni eru með 24% virðisaukaskatti. Hægt að hafa samband í gegnum info@gadget.is

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur

Öryggisskilmálar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.