STORM Veðurhnöttur

kr. 11.890

Á lager

Flokkur:

STORM  Veðurhnötturinn er heillandi,  glæsileg og lifandi nútíma hönnun sem byggir á fornri visku og  bæði spáir fyrir um veðrið og prýðir hvort sem er heima eða á vinnustaðnum.

STORM hnötturinn er úr hágæða borosilicate gleri og inniheldur vökva (eymað vatn, ethano, Kamphor) og kristalla sem breytast eftir veðráttu og er því lifandi gripur sem gaman er að fylgjast með. Séu kristallarnir stórgerðir og vel sýnilegir er von á rigningu eða þoku, skýjað munstur með smá kristöllum veit á storm og kyrr tær Veðurhnöttur þýðir bjartviðri. Þessi einstaki gripur nýtir forna visku sem notuð var fyrr á öldum til að spá fyrir um veður á skipum sem sigldu yfir úthöfin.  Svona gripur var meira að segja um borð þegar Charles Darwin sigldi til Galapagos eyja árið 1831. STORM Veðurhnötturinn er frumleg og skemmtileg gjöf fyrir þig eða þína. Hann er í glæsilegri gjafaösku og við sendum hann heim til þín þér að kosnaðarlausu. Hann smellpassar fyrir þá sem hafa gaman af að pæla í veðrinu eins og til dæmis göngugarpa, golfara, hestamenn, bændur og alla hina íslendingana og er snjöll lausn handa þeim sem eiga allt mögulegt, nema nútímalegan og lifandi Veðurhnött sem byggir á fornri visku.

 

Athugið að kristallarnir geta þurft allt að tvær vikur eftir flutningin til að komast í fullkomið jafnvægi og fara að virka til fulls. Forðist að setja Veðurdropann í suðurglugga í sterkt sólarljós eða ofan við mjög heitan ofn.

 

Stærð: 19 x 15 cm

Umsagnir


Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn “STORM Veðurhnöttur”